Alzheimersamtökin

Alzheimersamtökin starfa um land allt og vinna að hagsmunamálum fólks með heilabilunarsjúkdóma með stuðningi, ráðgjöf og fræðslu. Heilabilunarsjúkdómar eru ekki hluti af eðlilegri öldrun. Alzheimerssjúkdómur er  taugahrörnunarsjúkdómur og algengasta orsök heilabilunar. Alois Alzheimer var þýskur læknir sem árið 1906 lýsti einkennum sjúkdómsins fyrstur manna og sýndi hann jafnframt fram á mjög einkennandi breytingar í heila sjúklingsins. Sjúkdómurinn er algengastur hjá eldra fólki, en yngri einstaklingar geta líka veikst.You are about to be redirected to another page. We are not responsible for the content of that page or the consequences it may have on you.